
Góður vefur skapar traust og eykur sýnileika
Sérsniðin og einföld vefsíða tryggir að viðskiptavinir finna þig, skilja þig og hafa samband. Sýndu þína þjónustu eða þitt fyrirtæki í sínu besta ljósi.
Hvað geri ég?
Ég aðstoða þig við að koma upp einfaldri og skýrri vefsíðu í loftið á skilvirkan hátt. Ferlið er einfalt og sniðið að þínum þörfum. Ég einblíni á litla vefi og hef mesta reynslu af því að setja upp síður í Squarespace og Wix. Ég hef ekki mikla reynslu af Shopify eins og er fljót að koma mér inn í málin og get aðstoðað þig við uppsetningu.
Skref við uppsetningu á nýjum vef
1 Ráðgjöf og stefnumótun
Við förum yfir þínar þarfir, markmið og útlit vefsins. Ef þú átt vef fyrir greinum við eldri vef og vinnum út frá því og þínum markmiðum og þörfum.
2 Uppsetning og grunnstillingar
Ég set upp vefsíðuna, vel rétt sniðmát og tryggi að allt virki vel
3 Aðlögun á útliti
Ég set upp litapalletu, letur, logo og annað útlit svo það passi við þitt vörumerki
4 Efnisinnsetning
Ég kenni þér á kerfið svo þú getur sett inn efni - eða ef þú vilt heldur getur þú útvegað mér efnið og ég set það inn fyrir þig. Við setjum inn myndefni og aðra nauðsynlega hluti sem gera vefinn þinn faglegan og sniðinn að þínum þörfum
5 Prófanir og fínstillingar
Ég tryggi að vefurinn virki vel í öllum skjástærðum og öll nauðsynleg virkni sé til staðar
6 Opnun á nýja vefnum þínum
Ég hjálpa þér við að koma vefnum í loftið og veiti þér stuðning við fyrstu skrefin. Kenni þér handtökin við uppfærslur á efni. Sé þess óskað er hægt að gera samning um áframhaldandi efnisuppfærslur.
Reynsla
Ég hef sett upp nokkrar heimasíður frá grunni í Squarespace og Wix og er að vinna að uppsetningu á vefverslun í Shopify fyrir sjálfa mig.
Dæmi um síður sem ég hef sett upp frá grunni:
www.gamvikseafood.no (Wix)
www.laugaart.com (Squarespace)
www.lauga.is (Squarespace)