
Grípandi skilaboð með faglega uppsettum markaðspósti
Stafrænn markpóstur er góð leið til að ná til margra með litlum tilkostnaði.
Þeir sem eru á póstlistanum þínum hafa áhuga á að heyra frá þér! Vel hannaður og uppsettur póstur eykur sölu, byggir upp gott samband við viðskiptavini og skilar betri árangri.
Hvað geri ég?
Við förum saman yfir markmið þess verkefnis sem þú hefur í huga. Ég fæ tímabundinn aðgang að markpóstakerfinu þínu, eða set upp slíkt kerfi fyrir þig ef þig vantar. Ef þörf er á fæ ég tímabundinn aðgang að vefumsjónarkerfinu þínu ef þarf að tengja saman kerfin.
Hvernig þjónusta?
Uppsetning á póstlistakerfi
Ertu á byrjunarreit og vantar kerfi til þess að senda markpóst? Ég hef góða reynslu af Mailchimp en get vel sett mig inn í önnur kerfi ef þarf. Ég set upp kerfið og lendingarsíðu þar sem hægt er að skrá á póstlista og kenni þér á kerfið. Fer yfir útsendingar og kem með góð ráð.
Uppsetning stakra herferða
Vantar auka hendur við að setja upp herferð, eina útsendingu eða fleiri? Ég þekki til ýmissa póstlistakerfa og get sett upp fallegan póst eftir þinni forskrift.
Uppsetning á ferlum og sjálfvirkni
Það getur verið gott að hafa ákveðna sjálfvirkni og ferla, sem senda út sjálfvirka pósta. T.d. þegar viðskiptavinur skráir sig á póstlista, að það sé sendur út “velkominn” póstur (welcome email).
Template fyrir mismunandi útsendingar
Það er algjör óþarfi að smíða útlit á póst alveg frá grunni í hvert skipti. Það er gott að eiga nokkur mismunandi snið (template) sem grunn til þess að halda samræmi í útliti á milli pósta.
..og ýmislegt fleira
Komdu með hugmynd að verki og sjáum hvort ég get aðstoðað þig.
Reynsla
Ég hef séð um fjölmargar póstútsendingar m.a. fyrir BYKO og JCI. Vikulegar útsendingar í samræmi við annað markaðsefni, boð og auglýsingar fyrir viðburði, námskeið, ráðstefnur, leiki og ýmislegt fleira. Ég hef mesta reynslu af Mailchimp, aðeins snert á Klaviyo og Click Dimensions (nú bara Click) en er oft fljót að koma mér inn í virkni mismunandi kerfa.