
Vel uppsett vefefni tryggir faglegt útlit og betri notendaupplifun
Rétt framsetning á texta, myndum og öðrum gögnum skiptir máli til að ná vel til viðskiptavina eða lesenda. Að efnið sé þægilegt lestrar og komist hratt að kjarna málsins.
Hvað geri ég?
Við förum yfir hvaða efni vantar inn á vefinn. Ég fæ efnistök og grafík frá þér, eða ef þörf er á get ég yfirfarið efni og fundið til einfalda grafík. Við förum saman yfir hugmyndirnar og komum okkur saman um lokaútkomuna. Ég fæ tímabundinn aðgang að vefumsjónarkerfinu þínu og set inn efnið fyrir þig. Ég passa upp á að efnið sé bæði vel uppsett og rétt uppsett því það á líka við um hvernig það skilar sér í leitarniðurstöðum (SEO). Þegar ég hef lokið verki mínu er hægt að loka aðganginum mínum.
Hvernig þjónusta?
Færa efni milli vefa
Ef verið var að færa vefinn og vantar að færa efnið af gamla vefnum yfir á nýja fylgir því oft mikil handavinna sem getur tekið tíma frá annarri vinnu. Ég get aðstoðað við slíkt tímabundið verk svo þú eða þitt starfsfólk geti einbeitt sér að sinni vinnu.
Setja inn nýtt efni
Stundum þarf að setja inn mikið af nýju efni og þú eða þitt starfsfólk á erfitt með að finna tíma. Þar get ég aðstoðað.
Viðhald á vefefni
Ég get verið hálfgerður vefritstjóri til leigu þar sem þú eða starfsfólk þitt sendir mér efni eða uppfærslu á efni sem þarf að koma inn á vefinn. Það getur verið í takmarkaðan tíma, t.d. Í afleysingum eða við getum gert samning um lengra tímabil.
Lendingarsíður
Ég get sett upp stakar lendingarsíður, sjá nánar hér.
..og ýmislegt fleira
Komdu með hugmynd að verki og sjáum hvernig ég get aðstoðað þig.
Reynsla
Ég hef mikla reynslu af því að setja inn vefefni. Ég var þjónustu- og verkefnastjóri hjá Hugsmiðjunni 2013-2016 þar sem ég aðstoðaði marga viðskiptavini við sitt vefefni. Árin 2016-2024 var ég vefstjóri og síðar veffulltrúi hjá BYKO þar sem ég sá um vef BYKO þar sem heldur betur reyndi á innsetningu efnis á vefi og síðar vörugagna. Einnig kom ég að uppsetningu á vef JCI www.jci.is á árunum 2014-2021 þar sem ég hef sett upp mikið efni. Þar að auki hef ég komið að uppsetningu á nokkrum litlum vefum, þar á meðal tveimur af mínum eigin vefum, þessi vefur og laugaart.com.
Ég hef unnið í mörgum mismunandi vefumsjónarkerfum og hef alltaf verið fljót að koma mér inn í virkni þeirra, uppbyggingu og uppsetningu sem getur verið mismunandi milli vefa og fyrirtækja.
Dæmi: Wordpress, Umbraco, Wix, Squarespace, Shopify, Dynamic Web, CS-Cart, Eplica svo einhver séu nefnd.