Um Laugu

Ég er tölvunarfræðingur að mennt með fjölbreytta reynslu af forritun, vefstjórn, þjónustu, verkefnastjórnun og vefvinnu. Ásamt tæknilegri færni hef ég sterkan grunn í myndlist og skapandi vinnu, og er mikill fagurkeri með auga fyrir fallegum og faglega uppsettum vefum og vefefni.

Ég nýt þess að starfa á mörkum tækni og sköpunar, þar sem þessir tveir heimar mætast. Ég vinn að því að byggja upp myndlistar- og handverksferil en tek að mér skemmtileg vefverkefni samhliða því. Sérstaklega hef ég gaman af að setja upp nýja vefi og vinna að endurbótum eldri vefja, með áherslu á góða uppbyggingu og notendavæna upplifun.

Frá júní 2025 mun ég búa í Noregi og starfa alfarið í gegnum netið. Ég legg áherslu á skýra og skilvirka samskiptaferla með reglulegum netfundum og greinargóðum skýrslum um framvindu verkefna.

Sem stendur starfa ég á eigin kennitölu frá Íslandi.