Lendingarsíður sem skila árangri

Hvað tekur á móti fólki þegar er smellt á hlekki í auglýsingum, samfélagsmiðlum, markaðsefni og upplýsingasíðum?

Sérsniðnar lendingarsíður auka árangur með skýrri framsetningu og markvissum skilaboðum, hvort sem um ræðir auglýsingaherferð, skráningu á viðburð eða aðrar upplýsingar sem þú vilt að fólk geti nálgast með einföldum hætti.

Hvað er lendingarsíða?

Undirsíða á vefnum þínum sem hvort sem hún er í valmynd eða falin. Getur bæði verið fyrir tímabundna notkun eða fyrir varanlegt efni. Hentugt er að vísa beint í lendingarsíður í auglýsingaefni, í bæklingum, með QR kóða sem dæmi. Oft er gott að lendingarsíða sé með einfalda vefslóð sem einfalt er að vísa í.

Hvað geri ég?

Við skoðum efnið saman og förum yfir tilgang og markmið lendingarsíðunnar. Við förum saman yfir hugmyndir og komum okkur saman um lokaútkomu. Ég fæ aðgang að vefumsjónakerfinu þínu og set upp lendingarsíðu fyrir þig - í þínu kerfi, þínu útliti og þú átt allt efnið sem vinnan skilar.

Hvernig lendingarsíður?

Leikir

Skráning í leik ásamt upplýsingum um hvernig á að taka þátt, hvað er í verðlaun og hvenær verður dregið út.

Tilboðssíða eða upplýsingar um vörur

Upplýsingar um tilboð, tilboðsblað, dæmi um vörur á tilboði, hlekkir á vöruflokka sem eru á tilboði. Möguleikarnir eru margir og veltur það á þínu vefumsjónarkerfi og okkar hugmyndum hvernig lokaútkoman verður.

Skráning á póstlista

Tenging við þitt póstlistakerfi og bein skráning á póstlistann.

Leiðbeiningar

Stundum þarf ítarlegar og góðar upplýsingar um ákveðna vöru, hlut, þjónustu eða hvað annað sem þú gætir viljað benda fólki á. Einfaldar, greinagóðar og aðgengilegar upplýsingar með skýringarmyndum eða myndböndum, allt eftir þínum þörfum og óskum.

Ráðstefnudagskrá eða gögn

Ef fyrirtækið þitt er að halda ráðstefnu eða er þátttakandi í ráðstefnu getur verið gott að hafa einfalda lendingarsíðu sem listar upp dagskrána eða setur fram gögn sem fólk getur náð í á ráðstefnunni. Gulls ígildi að hafa einfalt efni sem nær hratt og vel til þinna viðskiptavina.

..og ýmislegt fleira

Það geta verið margar ástæður fyrir því að vilja setja upp lendingarsíðu, bara spurning um hvað þú ert að leitast eftir

Reynsla

Á markaðssviði BYKO setti ég upp fjölmargar lendingarsíður sem tengdu saman áherslur í markaðsefni og vefverslun. Lendingarsíður fyrir tilboðsdaga, blöð sem gefin voru út, hina ýmsu leiki, ráðstefnu- og fundardagskrár, skráningar á póstlista og margt fleira.

Hjá Veritas samstæðunni setti ég upp margar undirsíður fyrir Vistor og Artasan t.d. upplýsingar um lyf, leiðbeiningar fyrir tæki, skráningu í leiki og fleira.