Aðstoð við vef- og markaðsefni

Vantar þig aðstoð við stutt afmörkuð verkefni?

Litlir vefir, vefefni, lendingarsíður, innsetning vefefnis og vörugagna,
markaðspóstur, einföld grafík fyrir samfélagsmiðla, markaðsefni,
…og ýmislegt í þeim dúr.

Þjónusta

  • Litlir einfaldir vefir

    Góður vefur skapar traust og eykur sýnileika. Vantar þig lítinn einfaldan vef til að kynna þína þjónustu eða vörur? Ég get aðstoðað við að setja upp litla vefi.

  • Lendingarsíður

    Hvað tekur á móti notendum þegar er smellt á hlekki í auglýsingum, samfélagsmiðlum, markaðsefni og upplýsingasíðum? Það getur skipt sköpum að efnið sé vel uppsett og skýrt til að það skili tilætluðum árangri.

    Ég aðstoða við að setja upp lendingarsíður á þínum vef sem skila árangri.

  • Markaðspóstur

    Ég get aðstoðað við uppsetningu á markaðspósti, sjálfvirkar sendingar m.v. ferla, einstaka pósta, einfalda grafík í póstinum og setja upp template sem þú getur notað aftur og aftur fyrir næstu pósta.

  • Innsetning efnis á vefi

    Þegar vantar auka hendur við að setja inn efni á vefi hvort sem það eru nokkrar litlar breytingar eða setja inn efni á margar undirsíður.

  • Vörugögn

    Innsetning vörugagna fyrir vefverslun. Vantar aðstoð við að pikka inn efni og setja inn vörumyndir? Var að koma stór sending eða varstu að skipta um kerfi og vantar aðstoð við að færa til efni?

  • Uppsetning á vef- og vörutré

    Uppsetning eða breyting á veftré og vörutré hvort sem er á núverandi vef eða nýjum vef í uppsetngu. Aukahendur þegar mikið er að gera og vantar aðstoð við uppsetningu.

Kerfi

sem ég hef unnið með og þekki til
- ekki tæmandi listi og ég á auðvelt með að tileinka mér og læra inn á ný kerfi -